Greiðari leið niður í miðbæ Rvk.

Greiðari leið niður í miðbæ Rvk.

Að mínu mati þarf að bæta samgöngukerfið með því að fjölga leiðum sem strætó fer. T.d. ef fara þarf niður í miðbæ t.d. í menntaskóla, þarf fyrst að koma sér upp í Hamraborg. Bíða þar eftir leið 1 sem kemur alla leið frá Hafnarfirði, í gegnum Garðabæ og Kópavog á leið í miðbæinn. Á þessari leið eru krakkar að fara í a.m.k. í þrjá framhaldsskóla auk annarra á leið til vinnu úr Hafnarfirði Væri ekki hægt að hafa leið t.d. frá Kór eða Lindum, Dalveginn, uppá Nýbýlaveg og þaðan niður í bæ?

Points

Þónusta íbua bæjarins betur með bættari almenningssamgöngum í KÓPAVOGI

Sammála. Það vantar alveg strætó sem fer Nýbýlaveginn og vestur/niður í miðbæ RVK. Það er komið nýtt stórt hverfi í Lundi sem bætist við önnur hverfi á þessari leið og fengju þá tengingu við Landspítala, HÍ og miðbæ auk framhaldsskólanna.

Það vantar komast með strætó frá RVK í Lund án þess að fara upp í Hamraborg

Góð hugmynd en núna þarf á álagstímun ekki bara að koma sér upp í Hamraborgina heldur líka að bíða eftir leið 1. sem er ekki í tengingu við aðrar leiðir og t.d. eiga leiðir 2 og 4 að fara 5 mín yfir heila tíman en leið 1 4 mín yfir sem verður til þess að maður hefur ósjaldan horft upp á vagninn fara á undan þegar leið 4 rennur í Hamraborgina 3 og 4 mín yfir. Bæta mætti þetta stórlega með því að hafa leið 1 í tengingu við aðrar leiðir og nota stærri vagna á þessari mest notuðu leið Strætó.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information