Strætóstoppistöð við Þ-sali.

Strætóstoppistöð við Þ-sali.

Það hefur sárlega vantað strætóstoppistöð við Þ-sali. Það væri alveg kjörið ef það myndi ganga strætó að hringtorginu við Þorra-, Þrúð- og Þrymsali. Hafa eitt strætóskýli við spennustöðina og annað við Þorrasali 1. Eins væri mjög gott að það kæmi strætóstoppistöð sitt hvoru megin við göngubrúnna sem nú er verið að setja upp yfir Arnarnesveginn. Það er alltof langt að ganga í strætó eins og fyrirkomulagið er í dag.

Points

Alltof langt að ganga í strætó, og fullt af fólki sem notar strætó sem býr í Þ-sölum

Þetta er bráðnauðsynleg samgöngubót. Ótækt að það þurfi oft á tíðum að skutla á stoppistöð þar sem hún er svo langt í burtu.

Tel mikilvægt að bæta samgöngur i Þ-sölum með bættu aðgengi að strætó fyrir ibúa hverfisins. Langt er að fara i næsta mögulega strætóskýli (staur). Börnin þurfa oft að fara á hjóli út í strætóskýli og læsa hjólum við Versali og þurfa svo að sækja hjólið síðar um daginn.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information